Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Þriðja árið í röð eru Lostæti Akureyri og Lostæti Austurlyst að fá verðlaun Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki. 
Af þeim 38.500 fyrirtækjum sem eru skráð í hlutafélagskrá eru einungis 2,2% fyrirtæki sem ná þeim ströngu viðmiðum sem Creditinfo setur til að fá þessa viðurkenningu.
Að sjálfsögðu værum við ekki að fá þessar viðurkenningar, ár eftir ár, ef ekki væri fyrir það frábæra starfsfólk sem starfar hjá fyrirtækjunum. 
Við þökkum viðurkenninguna og höldum áfram með það að markmiði að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu, alla daga.