Hádegisþjónusta

Hvað getum við gert fyrir þig ?

Hér er brot af þeirri þjónustu sem Lostæti býður upp á í Fjarðabyggð.

 

a) Matarbakkar - frábær lausn fyrir allt að 20 starfsmenn


matarbakkar

Fjölbreytt, þægileg og góð þjónusta sem hentar minni og meðalstórum fyrirtækjum.

-          Maturinn kemur í margnota, umhverfisvænum bökkum sem eru hannaðir til að halda hita þar til hans er neytt.

-          Við færum ykkur matinn og sækjum tóma bakka aftur.

-          Við útvegum hnífapör og drykki ef þörf er á.

-          Þú færð aðgang að Mettu, pantanakerfi okkar á netinu og pantar fyrir þitt fyrirtæki.

-          Einnig er hægt að panta símleiðis.


b) Léttur hádegisverður - fyrir ca. 15 - 50 starfsmenn

Léttur hádegisverður

Fjölbreytt, þægileg og góð þjónusta sem hentar meðalstórum fyrirtækjum.

-          Við færum ykkur léttan hádegisverð eins og súpu, brauð, álegg, salat o.fl.

-          Við getum útvegað súpupott ef þess er þörf.

-          Sveigjanlegar skammtastærðir sem henta hverjum og einum.

-          Þú færð aðgang að Mettu, pantanakerfi okkar á netinu og pantar fyrir þitt fyrirtæki.


c) Hópamatur / heitur matur / heitt hlaðborð - fyrir ca. 15 - 50 starfsmenn

Hópamatur Heitt

Fjölbreytt, þægileg og góð þjónusta sem hentar meðalstórum og stórum fyrirtækjum.

-          Við færum ykkur matinn í stórum einingum og setjum í þar til gerð hitaborð.

-          Réttur dagsins er ávallt í boði, ásamt meðlæti.

-          Sveigjanlegri skammtastærðir sem henta hverjum og einum.

-          Þú færð aðgang að Mettu, pantanakerfi okkar á netinu og pantar fyrir þitt fyrirtæki.


d) Hópamatur / heitt & kalt - fyrir ca. 15 - 50 starfsmenn

hópamatur 2

Fjölbreytt, þægileg og góð þjónusta sem hentar meðalstórum og stórum fyrirtækjum.

-          Heitir eða kaldir réttir dagsins með meðlæti ásamt blönduðum salatbar og brauði.

-          Við færum ykkur matinn í stórum einingum og setjum í þar til gerð hita- og kæliborð.

-          Sveigjanlegri skammtastærðir sem henta hverjum og einum.

-          Þú færð aðgang að Mettu, pantanakerfi okkar á netinu og pantar fyrir þitt fyrirtæki.


e) Alhliða veitingaþjónusta - fyrir ca. 50 starfsmenn og fleiri

Alhliða veitingaþjónusta

Fjölbreytt, þægileg og góð þjónusta sem hentar stórum fyrirtækjum sem hafa góða aðstöðu á vinnustað.

-          Fjölbreyttur matseðill sem hentar öllum.

-          Við sjáum um alla þjónustu eldhússins.

-          Allt sem við kemur rekstri hádegisþjónustu er í höndum Lostætis.

-          Starfsmannahald, innkaup, þjónusta, matseld, tiltekt og frágangur.

-          Alhliða veitingaþjónustan er sniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig.

-          Lostæti býr yfir margra ára reynslu í alhliða veitingaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir.