Fyrirtækið

Lostæti, veislu- og veitingaþjónusta var stofnað á Akureyri þann 1. september 1996 af Valmundi Pétri Árnasyni matreiðslumeistara og Ingibjörgu Ringsted viðskiptafræðingi. Frá upphafi hefur Lostæti sérhæft sig í því að þjónusta fyrirtæki og hópa með veitingar af öllu tagi.

Fyrirtækinu er skipt upp í deildir, þær eru:

Lostæti - Skrifstofur og stjórnunarstarfsemi
Leiruvogi 2 - 730 Reyðarfirði

Lostæti Austurlyst ehf - Veitingaþjónusta í Fjarðabyggð, aðalstarfssemi hjá Alcoa Fjarðaáli
Hrauni 1 - 730 Reyðarfirði

Sesam Brauðhús - Handverksbakarí í Fjarðabyggð
Hafnargötu 1 - 730 Reyðarfirði

Þann 1. júlí 2017 var Lostæti Norðurlyst ehf selt til KEA, en sú deild þjónustar veitingar og veislur á Akureyri.

Í dag starfa um 40 manns hjá Lostæti með það eitt að markmiði að þjónusta viðskiptavini eins vel og mögulegt er hverju sinni.
Þjónusta Lostætis er fjölbreytt og sniðin að hverjum og einum viðskiptavini. Kjörorð okkar eru list fyrir lyst og hollusta án öfga.

Til þess að bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu og hráefni vinnum við eftir ströngum UHÖ og GÁMES stöðlum. Við notum einungis fyrsta flokks hráefni frá viðurkenndum birgjum á Íslandi. 

Útlærðir matreiðslumenn og matreiðslumeistarar okkar sjá svo til að maturinn sem þú færð standist allar þínar kröfur um gæði og hráefni.

Lostæti Austurlyst ehf
Leiruvogi 2
730 Reyðarfirði
kt: 681209-1580
VSKnr: 103771

ff2021