Alcoa fjarðaál

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hóf rekstur árið 2007. Fjarðaál er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi og er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álverið er það stærsta á Íslandi og flytur árlega út sem samsvarar 10% af vergri landsframleiðslu.

Veitingasalur Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði  rúmar ca 300 manns í sæti. Lostæti býður alla daga ársins upp á hlaðborð með fjölbreyttu úrvali rétta, bæði í hádeginu og á kvöldin. Viðskiptavinir geta alltaf valið um ýmsa heita rétti og/eða grænmetisrétti og léttari mat. Á nóttunni er svo boðið upp á létt nætursnarl.