Alcoa fjarðaál

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hóf rekstur árið 2007. Fjarðaál er eitt nútímalegasta og tæknivæddasta álver í heimi og er til fyrirmyndar hvað varðar umhverfisvernd. Álverið er það stærsta á Íslandi og flytur árlega út sem samsvarar 10% af vergri landsframleiðslu.

Veitingasalur Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði  rúmar ca 300 manns í sæti og er salurinn margsetinn í hádeginu. Lostæti býður alla daga ársins upp á hlaðborð með fjölbreyttu úrvali rétta, bæði í hádeginu og á kvöldin. Viðskiptavinir geta alltaf valið um ýmsa heita rétti og/eða grænmetisrétti og léttari mat. Á nóttunni er svo boðið upp á létt nætursnarl.

Rafræn skráning í mat með starfsmannaspjaldi

Lostæti hefur alltaf lagt áhersu á að tryggja áreiðanleika og útiloka frábrigði í öllum viðskiptum eins og möguleiki er. Til þess að tryggja fljóta afgreiðslu í stuttu matarhléi viðskiptavina á álverssvæði, var samið við hugbúnaðar-sérfræðinga hjá Stefnu um að hanna, í samstarfi við Lostæti, sérstakt skráningarkerfi inn í matsalinn. Kerfið fékk nafnið Golden Gate og virkar þannig að allir skanna sig  inn í matsalinn og kerfið heldur utan um öll viðskipti. Kerfið býður upp á ýmsa möguleika, m.a. að skrá sig í mat með gleymt kort og gefa máltíðinni einkunn með brosköllum. Kerfið er hægt að leigja af Lostæti og má taka upp í hvaða mötuneyti sem er, hvar sem er í heiminum.