Bolludagur í Sesam Brauðhúsi

Einu sinni á ári gengur bolludagurinn í hönd. Sem betur fer var enging breyting á því þetta árið. Við þjófstörtuðum bolludeginum reyndar með því að byrja að selja bollur nokkrum dögum áður ein sog undanfarin ár. Bolludagurinn hófst snemma eða um miðnætti hjá bakarameisturum Sesam Brauðhúss. Mikill undirbúningur og bollubakstur tók við alla nóttina. Fleiri starfsmenn mæta svo til vinnu um nóttina til að taka til allar þær pantanir á bollum sem þarf að keyra út fyrir klukkan 9 um morguninn. Allt tókst þetta vel til og fengu allir bolluna sína.