Sesam Brauðhús 6 ára

Nýbakað brauð
Nýbakað brauð

Nú á dögunum fagnaði Sesam Brauðhús Handverksbakarí 6 ára afmæli. Bakaríið er staðsett á Reyðarfirði og hefur notið mikilla vinsælda meðal bæjarbúa og gesta. Bakaríið opnaði  formlega 21. október árið 2011. Núna 6 árum síðar má segja að bakaríið sé orðinn miðpunktur Reyðarfjarðar og skemmtilegur vettvagnur fyrir góðan kaffibolla og gómsætt kruðerí í góðra vina hópi.

Í Sesam Brauðhúsi er lögð áhersla á úrvals hráefni og gæðavöru. Öll brauð eru löguð frá grunni, meðal annars úr súrdeigi. Í tilefni afmælisins var boðið upp á mikið úrval af brauði og sætabrauði. 

www.sesam.is