KEA kaupir Lostæti Norðurlyst ehf

Eigendur Lostætis, Valmundur Pétur Árnason Matreiðslumeistari og Ingibjörg Ringsted Viðskiptafræðing…
Eigendur Lostætis, Valmundur Pétur Árnason Matreiðslumeistari og Ingibjörg Ringsted Viðskiptafræðingur

KEA hef­ur keypt allt hluta­fé í Lostæti-Norður­lyst ehf. en það er dótt­ur­fé­lag Lostæt­is Ak­ur­eyr­ar ehf. sem er í eigu hjón­anna Val­mund­ar Árna­son­ar mat­reiðslu­meist­ara og Ingi­bjarg­ar Ringsted viðskipta­fræðings.  Lostæti-Norður­lyst er eitt öfl­ug­asta veit­ingaþjón­ustu­fyr­ir­tæki á Norður­landi sem m.a.  rek­ur veit­inga- og veisluþjón­ustu auk fjölda mötu­neyta í skól­um og fyr­ir­tækj­um á Ak­ur­eyri og ná­grenni. Lostæti Ak­ur­eyri ehf. mun áfram sem hingað til  reka veit­ingaþjón­ustu  og hand­verks­bakarí á Aust­ur­landi.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Sam­hliða þess­um kaup­um hef­ur KEA náð sam­komu­lagi við eig­end­ur Prís ehf. um sam­ein­ingu fé­lag­anna og mun KEA eiga 40% eign­ar­hlut í sam­einuðu fé­lagi.

Hall­dór Jó­hanns­son fram­kvæmda­stjóri KEA, seg­ir í til­kynn­ingu að um áhuga­verða fjár­fest­ingu sé að ræða. „Lostæti-Norður­lyst og Prís hafa byggt upp öfl­uga þjón­ustu og gott orðspor í veit­ingaþjón­ustu sinni. Sam­einað fé­lag þjón­ust­ar fjöl­marga bæj­ar­búa á degi hverj­um og hef­ur fjöl­marga mögu­leika til vaxt­ar í framtíðinni,“ seg­ir í til­kynn­ingu.