Líf og fjör á 10 ára afmæli Alcoa Fjarðaáls

Grill og gaman
Grill og gaman

Laugardaginn 26. ágúst hélt Alcoa Fjarðaál upp á tíu ára afmæli fyrirtækisins. Starfsmenn Lostætis fögnuðu í leiðinni 10 ára samstarfsafmæli með Alcoa og buðu upp á grill, humarsúpu ofl.

Margt spennandi var í boði fyrir gestina í boði Fjarðaáls og starfsmannafélagsins Sóma. Meðal annars var boðið upp á skoðunarferðir um álverið, álbílasýningu, listsýningar Odee og Studio Eyjolfsson, tónlist ofl. Þá var einnig haldin keppnin um Austfjarðatröllið í réttstöðulyftu. Eiríkur Fjalar stjórnaði skemmtidagskrá á sviði en fram komu Sirkus Íslands, Leikhópurinn Lotta, Einar Mikael töframaður, Söngvaborg, Latibær og Ingó Veðurguð.

Skoðunarferðirnar um álverið voru vinsælar og stolt starfsfólk á vinnusvæðunum sýndi fjölskyldum og öðrum gestum framleiðsluferli Fjarðaáls, vinnusvæðin og afurðirnar.

Grillveitingar, humarsúpa, frostpinnar og gómsætar tertur frá Sesam Brauðhúsi runnu ljúft ofan í gestina þennan frábæra dag.