Árið 2020 er um margt óvenjulegt eins og við vitum öll. Ljóst er að ekki verður hægt að bjóða starfsmönnum Fjarðaáls upp á jólahlaðborð hefðinni samkvæmt. Við leitum því nýrra lausna og í samstarfi við Lostæti og starfsmannafélagið Sóma verður blásið til aðventuveislu heima í stofum starfsmanna. Alcoa Fjarðaál mun bjóða upp á veitingar sem Lostæti sér um að útbúa og þá munu Fjarðaál og Sómi bjóða starfsmönnum upp á jólaskemmtun í streymi á netinu.
Á þessari síðu pantar þú matinn sem þú og fjölskyldan getið notið saman meðan fylgst er með jólaskemmtun sem verður send út á netinu. Mikilvægt er að velja afhendingarstað á matarbakkanum. Um er að ræða jóla-Cabarett bakka sem er hugsaður fyrir um það bil þrjá:
Skráningu er nú lokið - Upplýsingar veitir Þjónustustjóri Lostætis í síma 455-3712
Á bakkanum er:
Léttgrafinn silungur með dillsósu Sjávarrétta paté með Chantilýsósu Lostætis kryddsíld með pikluðum lauk Grafin heiðagæs ásamt bláberjasultu Jólapaté vinagrettéRúgbrauð
******Gljáður léttreyktur svínahryggurAprikósu hjúpuð kalkúnabringaJólaávaxtasalatGljáð grænmetiRösti - KartöflurPipar sósa
******Rabarbara- og súkkulaðidesert
Njótið veitinganna og tónleikanna.
Gleðileg Jól !